Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vilhjálms Einarssonar minnst

Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson / RÚV

Vilhjálms Einarssonar minnst

29.12.2020 - 20:05
Fyrir ári síðan féll frá einhver mesti, ef ekki almesti, íþróttamaður okkar Íslendinga. Vilhjálmur Einarsson var hetja íslensku þjóðarinnar um áratugaskeið. Hann lést 28. desember í fyrra, 85 ára að aldri.

Vilhjálmur er sá Íslendingur sem oftast var valinn íþróttamaður ársins, fimm sinnum, og silfurverðlaun hans í Melbourne árið 1956 voru fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíuleikum. Það var því táknrænt að Vilhjálmur féll einmitt frá sama dag og Íþróttamaður ársins var valinn í fyrra. Vilhjálms var minnst í útsendingunni frá Íþróttamanni ársins í kvöld.

Myndskeiðið sem sýnt var í minningu Vilhjálms Einarssonar í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.