Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan

©Kristinn Ingvarsson
 Mynd: Háskóli Íslands
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.

Háskólinn gaf síðast út spálíkan 17. desember, en þau hafa undanfarið verið gefin út á um þriggja vikna fresti. Thor segir óvíst hvort eða hvernig haldið verði áfram eftir áramót. 

„Við vorum jafnvel að hugsa um að bíða með það í einhvern tima. Það eru svo margir óvissuþættir; nú er bólusetning hafin og nýtt afbrigði að breiðast út,“ segir Thor.

Hann segir að þó fá smit greinist þessa dagana séu alltaf talsverðar líkur á að faraldurinn blossi upp á ný. „Smitstuðullinn er reyndar enn yfir einum,  hann er núna 1,2. Þannig að það er visst áhyggjuefni,“ segir Thor.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir