Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.