Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Manntjón í jarðskjálfta í Króatíu

29.12.2020 - 13:20
A view of a building damaged in an earthquake, in Petrinja, Croatia, Tuesday, Dec. 29, 2020. A strong earthquake has hit central Croatia and caused major damage and at least one death in a town southeast of the capital. (AP Photo)
 Mynd: AP
Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.
Að sögn bæjarstjórans í Petrinja er miðbærinn rústir einar og fólk er grafið í brakinu og sömu leiðis í bílum sem voru á ferð í bænum þegar skjálftinn reið yfir. Rauði krossinn í Króatíu segir á Twitter að ástandið sé grafalvarlegt. Skjálftinn fannst um alla Króatíu og nágrannalöndin á Balkanskaga. Í Slóveníu var slökkt á Krsko kjarnorkuraforkuverinu í varúðarskyni. Þð hefur verið starfrækt frá árinu 1983 og er í sameiginlegri eigu Króata og Slóvena.