Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fleiri Seyðfirðingar fá að fara heim

29.12.2020 - 19:57
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hefur aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta rýmingu á ákveðnum svæðum. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga Veðurstofu Íslands sem könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag.

Í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé að sjá neinar breytingar að ráði í hlíðunum frá því fyrir jól. Hreyfing hafi verið mæld daglega og að hún sé lítil sem engin. 

Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði og enn er í gildi rýming á því svæði sem er rauðlitað á kortinu hér að neðan.

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir

Staðan í farvegi stóru skriðunnar sem féll föstudaginn 18. desember og í nágrenni hennar verður skoðuð frekar á morgun.

Þeir sem eiga hús við neðangreindar götur geta nú snúið aftur:

  • Botnahlíð
  • Bröttuhlíð
  • Baugsveg
  • Austurveg