Starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fengu í morgun fyrstu bólusetninguna við COVID-19. Bóluefni Pfizer er nú á leið um allt land og ætti að berast heilbrigðisstofnunum síðar í dag.
Heilbrigðisstofnunin greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Þangað bárust um 170 skammtar af bóluefni í þessarri fyrstu sendingu. Þeir verða gefnir heilbrigðisstarfsfólki og íbúum á hjúkrunarheimilum.
Bóluefninu verður dreift á 21 stað á landsbyggðinni og hófst dreifingin snemma í morgun. Bílar frá fyrirtækinu Jónar Transport aka með bóluefnið á Vestfirði, Vesturland, Suðurland, Norðurland og Austurland auk þess sem flogið verður með bóluefnið á Egilsstaði og á Bíldudal.