Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Bóluefni Pfizer dreift á 21 stað á landsbyggðinni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Byrjað var að dreifa bóluefni Pfizer og BioNTech á 21 stað á landsbyggðinni í morgun. Flutningafyrirtækið Jónar Transport sér um dreifinguna fyrir Distica. Bílar frá fyrirtækinu aka með bóluefnið á Vestfirði, Suðurland, Norðurland og Austurland auk þess sem flogið verður með bóluefnið á Egilsstaði og á Bíldudal.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jónum Transport.  „Það var afar ánægjulegt að fylgja fyrstu sendingunum úr hlaði í morgun og það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þessa bólusetningarverkefnis fyrir heilsu Íslendinga og í kjölfarið fyrir lífsgæði okkar og efnahag,“ er haft eftir Kristjáni Pálssyni, framkvæmdastjóra Jóna Transport.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV