Áhöfn varðskipsins Þórs var kölluð út í gærkvöld vegna Lagarfoss, flutningaskips Eimskips, sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær. Búast má við að Þór verði kominn að Lagarfossi í fyrramálið. Aðstæður á staðnum eru góðar og skipverjum er engin hætta búin.