Osaka og James valin íþróttafólk ársins

Mynd með færslu
 Mynd: Wiki Commons

Osaka og James valin íþróttafólk ársins

28.12.2020 - 10:19
Tennisstjarnan Naomi Osaka og körfuboltamaðurinn LeBron James voru valin íþróttakona og íþróttamaður ársins af AP-fréttaveitunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Osaka, sem er 23 ára, er valin íþróttakona ársins af AP. Hún er í efsta sæti heimslistans í tennis en hún vann einliðal­eik á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu í tennis á ár­inu og þar með sitt þriðja risamót í tennis. Osaka er fædd í Bandaríkjunum en á japanska móður og leikur því fyrir Japan á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar.Þá hefur Osaka nýtt sviðsljósið í baráttunni gegn kynþáttamismunun og vakið athygli á lögregluofbeldi gegn þeldökkum í Bandaríkjunum. Osaka varð í vor hæst launaða íþróttakona heims, þá aðeins 22 ára, en þá hafði hún unnið tvö risamót í tennis á 12 mánaða tímabili og fékk fyrir það rúmlega 30 milljónir punda í verðlaunafé - sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.

Körfuboltamaðurinn LeBron James, sem er 35 ára, varð fyrir valinu hjá AP í fjórða sinn en hann var lykilmaður LA Lakers sem unnu NBA-deildina í haust. Úrslitakeppnin var leikin í Disney-landi eftir langt hlé vegna COVID-19. Þetta var í fjórða skipti sem James vinnur NBA-titilinn og einnig í fjórða sinn sem hann er valinn besti leikmaðurinn, MVP, í úrslitakeppninni. Þá hefur LeBron hefur einnig nýtt frægð sína til að berjast fyrir málefnum þeldökkra í Bandaríkjunum. Frank Vogel, þjálfari Lakers, kallaði James besta körfuboltamann sögunnar í október eftir að liðið vann í úrslitum.

epa08907099 Los Angeles Lakers forward LeBron James (R) drives to the basket against Minnesota Timberwolves forward Ed Davis during the first half of an NBA basketball game at Staples Center in Los Angeles, California, USA 27 December 2020.  EPA-EFE/ALEX GALLARDO  SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
LeBron gegn Ed Davis

Tengdar fréttir

Körfubolti

Lakers meistari í sautjánda sinn

Körfubolti

James leiddi Lakers í úrslit

Tennis

Osaka vann opna bandaríska meistaramótið

Tennis

Orðin hæst launaða íþróttakona heims 22 ára