Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýja afbrigðið greint í fólki sem ekki var á Bretlandi

26.12.2020 - 23:42
epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Par í Ontariofylki í Kanada greindist í dag smitað af því afbrigði kórónaveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi í september og talið er smitast hraðar milli manna en önnur þekkt afbrigði veirunnar. Heilbrigðisyfirvöld í Kanada greindu frá þessu í kvöld. Ekki er vitað hvar eða hvernig parið smitaðist.

Í tilkynningu fylkislæknis Ontario segir að parið, sem býr í bænum Durham, hafi ekkert ferðast síðustu vikur og mánuði, og að smitrakning hafi hvorki leitt í ljós náin samskipti við smitaða einstaklinga né fólk í mikilli smithættu. Smitleiðin er því enn á huldu en ljóst þykir að fleiri manneskjur hljóti að vera smitaðar af þessu afbrigði í Kanada.

Þau fyrstu sem ekki eru nýkomin frá Bretlandi

Áður hafði nýja afbrigðið greinst í fólki í Frakklandi, Ástralíu, Danmörku, Hollandi, Japan, Svíþjóð, Sviss og á Spáni, svo staðfest sé. Í öllum tilfellum öðrum en því kanadíska voru hin smituðu nýkomin frá Bretlandi.

Bóluefni Pfizer og BioNTech er nú komið til Evrópu og  bólusetningar hefjast meðal annars á morgun, sunnudag, í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á Íslandi er gert ráð fyrir að bólusetning hefjist á þriðjudag.