Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

19 konur og einn karl drukknuðu undan ströndum Túnis

26.12.2020 - 07:09
epa08898543 A woman migrant carries a baby as some of the 41 rescued migrants at sea arrive at the Motril port in Granada, southern Spain, 21 December 2020.  The group was traveling on a small boat trying to reach Spanish soil.  EPA-EFE/MIGUEL PAQUET
Talið er að um 12.000 manns hafi komist sjóleiðina frá Túnis til Ítalíu á þessu ári Mynd: EPA-EFE - EFE
19 konur, þar af fjórar þungaðar, drukknuðu þegar bát þeirra hvolfdi undan ströndum Túnis í gær. Einn karlmaður fórst með bátnum en þrettán manns er enn saknað og er þeirra leitað. Alls voru 37 um borð í yfirfullu og afar lélegu manndrápsfleyinu þegar það fórst, en fjórum var bjargað.

Yfirvöld í Túnis greina frá þessu og haft er eftir heimildarmanni úr stjórnkerfinu að þrír bátsverja hafi verið Túnisar en öll hin frá Afríkulöndum sunnan Sahara.

Tugir þúsunda freista þess á ári hverju að komast sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu. Yfir tólf hundruð drukknuðu á þessari leið á síðasta ári svo vitað sé, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, og fyrstu átta mánuði þessa árs höfðu ríflega 900 manns týnt lífinu á þessari sömu leið.