Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag

25.12.2020 - 10:13
Innlent · Jól · jólamatur · Jólin · Matur · mmr · Neytendamál
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.

Þetta kemur fram í könnun MMR á matarvenjum landsmanna á jóladag.

Þar segir að hlutfall vinsældir hangikjöts séu mestar hjá þeim sem eru 50% og eldri og að það minnki eftir því sem fólk er yngra. Vinsældir grænmetisfæðis eru mestar meðal yngsta fólksins en 13% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára ætla að borða grænmetisrétt í dag. 

Af öðrum vinsælum réttum sem verða á borðum landsmanna í dag eru hamborgarhryggur, en 8% verða með hann í matinn, lambakjöt sem 5% ætla að borða og nautakjöt sem verður á borðum 4% landsmanna. 

3% sögðust ætla að borða kalkún og 11% annað.

Könnunin var gerð af handahófi meðal einstaklinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR dagana 10. - 16. desember og svöruðu 947 henni.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir