
Misstu yfirsýn í Ásmundarsal
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum og rekstraraðilum Ásmundarsalar sem birt var á Facebook en salurinn listasafn og verslun með veitingaleyfi og heimilt að standa opnum til klukkan ellefu í gærkvöldi. Lögreglu barst tilkynning vegna meintra brota á sóttvarnalögum um klukkan hálf ellefu. Samkvæmt færslu á Instagram-reikning Ásmundarsals sem birt var eftir hádegi í gær átti hann að vera opinn til tíu um kvöldið en ekki ellefu líkt og segir í tilkynningunni.
Þar segir að ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða, þar hafi farið fram sölusýningin „Gleðileg jól“ sem opin var almenningi. Um hálf ellefuleytið hafi fjöldi fólks í salnum tekið að aukast og „á skömmum tíma fór gestafjöldinn úr 10 í 40. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu. Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því,“ segir á Facebook-síðu Ásmundarsals.
Í tilkynningu sem Bjarni birti á Facebook fyrr í dag sagðist hann hafa gert mistök með því að yfirgefa ekki Ásmundarsal er fólki tók að fjölga þar umfram leyfileg mörk vegna sóttvarna gegn COVID-19. „Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni á Facebook.
Fréttin hefur verið uppfærð.