Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Friðargæslulið SÞ fer frá Darfur-héraði um áramótin

epa02216466 A UNAMID handout photo released on 22 June 20102 shows UNAMID Force Commander, Lieutenant General Patrick Nyamvumba (C-R), speaks to UN soldiers during his visit at the Nertiti UNAMID Camp Site, West Darfur. Nyamvumba his visiting to get information about the ambush where three peacekeepers from Rwandan were killed and one seriously wounded in an armed confrontation while they were providing security to engineers working on a new team site.  EPA/ALBER GONZALEZ FARRAN / UNAMID HANDOUT  EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: epa
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að friðargæslulið samtakanna hverfi frá Darfur-héraði í Súdan í árslok og að Súdanir sjálfir fái það hlutverk að gæta friðar og öryggis í héraðinu frá og með fyrsta janúar. Bláhjálmar Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði allar götur síðan 2007 og voru um 16.000 talsins þegar mest var.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins, SVT, segir að ákvörðunin um að hætta friðargæslu í Darfur hafi verið tekin í sumar, og að Amnesty International gagnrýni hana og mæli eindregið með áframhaldandi viðveru friðargæslusveitannaí héraðinu.

„Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verður að framlengja umboð friðargæsluliðsins í minnst sex mánuði, þar sem ríkisstjórninni hefur mistekist að tryggja öryggi borgaranna,“ segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér fyrr í þessum mánuði.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa blóðug átökin í Darfur kostað um 300.000 mannslíf. Um 2,5 milljónir manna eru enn á flótta vegna vígaferlanna í héraðinu, sem enn hefur ekki tekist að binda enda á. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV