Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vinna hörðum höndum að hreinsun á Seyðisfirði

23.12.2020 - 16:13
Mynd: RÚV / RÚV
Hreinsunarstarf er hafið á Seyðisfirði og nú er unnið að því að bjarga verðmætum og tryggja öryggi á því svæði þar sem risastór aurskriða féll á föstudaginn. Meðal annars er brýnt að fergja og koma í veg fyrir að brak fjúki.

Það er frost á Seyðisfirði í dag en á morgun er spáð að hlýni. Þá er ekki talið öruggt að vera á rýmingarsvæðinu og vinnan við hreinsun liggur því niðri frá morgundeginum og til 27. desember, þegar rýmingaráætlun fellur úr gildi. Þónokkur fjöldi íbúa á Seyðisfirði kemst ekki til sín heima fyrr en þá.