Samtök íþróttafréttamanna hafa kjörið íþróttamann ársins frá árinu 1956. Fyrstur til að hljóta nafnbótina var Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari. Vilhjálmur hefur jafnframt oftast hlotið titilinn eða fimm sinnum. Næst oftast hefur Ólafur Stefánsson handboltamaður hlotið heiðurinn, eða fjórum sinnum. Einar Vilhjálmsson spjótkastari varð svo íþróttamaður ársins þrisvar, sem og Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson kúluvarpari og Örn Arnarson sundmaður.
Það íþróttafólk sem fékk flest atkvæði í kjörinu þetta árið og er í efstu tíu sætunum er í stafrófsröð: