Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hundrað manns skotnir til bana í Eþíópíu

23.12.2020 - 19:27
epa08858039 Ethiopian refugees from Tigray region wait in line to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometres from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 30 November 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accommodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fled to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
Fólk á flótta frá Tigray-héraði. Mynd úr safni. Mynd: EPA
Yfir hundrað manns í Benishangul-Gumuz héraði í vestur-Eþíópíu voru skotnir til bana í dag. Reuters greinir frá því að einnig hafi verið kveikt í hýbýlum fólks á meðan það svaf.

Þessar upplýsingar hefur Reuters eftir mannréttindaráði ríkisins. Vopnaðar sveitir fóru um héraðið og unni þessi voðaverk. Ekki er vitað hverjir voru að verki en verið er að rannsaka málið á vegum eþíópíska ríkisins. 

Átök hafa einnig verið í öðru héraði landsins að undanförnu, í Tigray-héraði. Þar hefur stjórnarherinn barist við her Þjóðfrelsishreyfingar héraðsins. 950.000 manns hafa neyðst til að leggja á flótta úr héraðinu vegna þeirra átaka.