Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Stefnt að friðhelgi Súdan

epa08898782 The Capitol Building is seen before sunset in Washington, DC, USA, 21 December 2020. Congressional leaders are trying to pass a coronavirus stimulus package consisting of approximately 900 billion USD in relief funds. Leaders have tied the COVID-19 stimulus relief package to a funding bill that would fund the government through September 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.

Nú er vika síðan Súdan var fjarlægt af þeim lista, tveimur mánuðum eftir að súdönsk stjórnvöld viðurkenndu Ísraelsríki. Með lögunum yrði fyrirbyggt að hægt verði að sækja þarlend stjórnvöld til saka án þeirra samþykkis.

Þó nær það ekki til mála sem tengjast hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Öldungadeildarþingmennirnir Bob Menedez og Chuck Schumer, fulltrúar New York og New Jersey, leggja þunga áherslu á að réttur ættingja þeirra sem fórust verði tryggður vegna aðildar Súdan að árásunum.

Með bandormi tengdum fjárlagagerð vestra er ætlað að veita Súdan 700 milljóna dala stuðning og 120 milljónum betur svo ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.