Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lyfjastofnun veitir leyfi fyrir bóluefni

epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Lyfjastofnun hefur veitt leyfi fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Bóluefnið heitir Comirnaty og er frá lyfjafyrirtækjunum BioNTech og Pfizer. Bóluefnið ver fólk fyrir COVID-19. Það er ætlað einstaklinga sem eru 16 ára og eldri.

Íslenska ríkið hefur nú samið um að fá bóluefni frá BioNTech og Pfizer og frá Astra Zeneca. Samningur við lyfjafyrirtækið Janssen var undirritaður í dag. Aðeins þarf að bólusetja hvern og einn einu sinni með bóluefninu frá Janssen en tvisvar með hinum.

Næst á dagskrá er að semja um kaup á bóluefni við lyfjafyrirtækið Moderna. Stefnt er á að skrifa undir þann samning á gamlársdag.