
Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Ekki alltaf rekist vel á hjúkrunarheimilum
Hluti hópsins hefur nýtt sér gistiskýli um langa hríð, þá eru dæmi um að fólk úr þessum hópi hafi fengið rými á hjúkrunarheimili en fallið illa að heimilisbrag eða ekki fengið næga þjónustu vegna geð- og fíknivanda.
Í verkefnahópnum sátu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Áður hafði umboðsmaður Alþingis gert frumkvæðisathugun þar sem bent var á nauðsyn þess að ráðuneytin tvö í samstarfi við sveitarfélögin tækju sérstaklega til athugunar þjónustu við utangarðsfólk.
233 milljónir á ári
Hjúkrunardeildin verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra mun að fela Sjúkratryggingum Íslands að gera þjónustusamning við Reykjavíkurborg um reksturinn til tveggja ára. Áætlaður árlegur kostnaður er 233 milljónir króna á ári. Af þeim hluta leggur heilbrigðisráðuneytið til 160 milljónir króna, eða sem nemur daggjöldum fyrir 12 hjúkrunarrými