
Hávær tónlist og tilraun til innbrots
Hann hefur ekki fundist enn þrátt fyrir leit að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Æstur og ölvaður maður veittist að starfsmönnum verslunar í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og reyndi að stela þaðan vörum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Ungmenni í Grafarvogi voru grunuð um að hafa brotið rúður í grunnskóla í hverfinu í gærkvöldi en lögregla náði ekki tali af unga fólkinu til að sannreyna það.
Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eftir að til hans sást við að skemma hraðbanka. Í ljós kom lögregla þurfti að hafa afskipti af honum fyrr að deginum, honum var komið fyrir í fangaklefa sökum ástands hans, að sögn lögreglu.
Skömmu eftir miðnætti var tvisvar tilkynnt um hávaða í fjöllbýlishúsum í Hafnafirði, fyrst vegna framkvæmda og síðan vegna háværrar tónlistar. Á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla einnig afskipti af fólki í Breiðholti eftir að hávær tónlist barst úr íbúð þess.