Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Forsætisráðherra hótað á Seyðisfirði

22.12.2020 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst hótun rétt um hádegisbil í dag þar sem hún var í skoðunarferð um Ferjuhúsið á Seyðisfirði. Þetta staðfestir ríkislögreglustjóri við fréttastofu. Katrínu og þremur öðrum ráðherrum var vísað inn í annað rými í húsinu í öryggisskyni, en héldu svo skoðunarferðinni áfram og fóru um borð í varðskipið Tý. Samkvæmt aðstoðarmanni Katrínar er dagskrá ráðherranna á áætlun.

Engar nánari upplýsingar hafa borist um það hvers eðlis hótunin var eða hvaðan hún kom en samkvæmt ríkislögreglustjóra nálgaðist enginn Katrínu. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fréttin verður uppfærð

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV