Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst hótun rétt um hádegisbil í dag þar sem hún var í skoðunarferð um Ferjuhúsið á Seyðisfirði. Þetta staðfestir ríkislögreglustjóri við fréttastofu. Katrínu og þremur öðrum ráðherrum var vísað inn í annað rými í húsinu í öryggisskyni, en héldu svo skoðunarferðinni áfram og fóru um borð í varðskipið Tý. Samkvæmt aðstoðarmanni Katrínar er dagskrá ráðherranna á áætlun.