Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ellefu ára stelpa samdi jólasögu fyrir útvarpið

Mynd: - / Aðsend

Ellefu ára stelpa samdi jólasögu fyrir útvarpið

22.12.2020 - 11:15

Höfundar

Jólatréð er glæný smásaga eftir Tinnu Snæbjörnsdóttur, 11 ára. Hún skrifaði söguna upphaflega fyrir skólann en KrakkaRÚV fékk söguna líka til sín og úr varð einskonar útvarpsleikhús í þættinum Hlustaðu nú!

Jólatréð fjallar um vinina Dögg og Tomma sem fara í leiðangur til að finna hið fullkomna jólatré. Allt í einu brestur jörðin undan þeim og þau lenda í mun meira ævintýri en þau ætluðu sér.

Mynd með færslu
 Mynd: - - Aðsend
Tinna myndskreytti söguna sjálf.

Sagan er lesin af Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, Bragi Valdimar Skúlason ljáir Stúfi rödd sína og þau Elísabet Lára Gunnarsdóttir og Hallur Hrafn Proppé leika þau Dögg og Tomma. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir talar fyrir ömmu Tomma.

Smásagan er tilvalin til hlustunar fyrir svefninn og styttir biðina eftir jólunum. Í spilaranum efst í fréttinni er hægt að hlýða á Jólatréð.