Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Víðir stýrir upplýsingafundi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Ljósmynd/Almannavarnir
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, snýr aftur á upplýsingafund Almannavarna í dag eftir að hafa náð sér af COVID-19. Alma Möller landlæknir og Víðir ræða stöðu faraldursins hér á landi.

Gestir fundarins verða Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur stýrt upplýsingafundunum í fjarveru Víðis. Víðir smitaðist af kórónuveirunni 25. nóvember og hefur verið í einangrun síðan. Hann hefur nú hrist veiruna af sér.

Upplýsingafundurinn hefst klukkan 11:03 og er sýndur beint í Sjónvarpinu, á vefnum og honum útvarpað á Rás 2. Þá er fundurinn túlkaður á pólsku á RÚV 2 og á vefnum.