Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rúmar þrjár milljónir safnast fyrir Seyðisfjörð

default
 Mynd: Almannavarnir/Ríkislögreglustj - RÚV
Tæplega 3,3 milljónir hafa safnast í sérstakri neyðarsöfnun fyrir íbúa Seyðisfjarðar. Ljóst er að Seyðisfjörður á sess í hjarta margra.

Keflvíkingurinn Garðar Ólafsson hóf um helgina söfnun á söfnunarsíðu Rauða kross Íslands en Rauði krossinn hyggst nýta féð til neyðarstarfs á Seyðisfirði. Þeir sem lagt hafa söfnuninni lið hafa margir látið fallegar kveðjur fylgja, flestar á Íslensku, en líka á ensku, frönsku og þýsku. Það er ljóst að Seyðisfjörður á sess í hjarta margra.

Garðar stefndi að því að safna 100 þúsund krónum en söfnunin hefur farið langt fram úr væntingum. 

Samstaðan í samfélaginu er mikil og stuðningurinn á sér margar birtingarmyndir. Margir hafa boðið gistingu eða mat, til dæmis hefur hópur fólks útbúið fimmtíu skammta af heimatilbúnum jólaís og boðið Seyðfirðingum sem vilja á Facebook. 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV