
„Hamfarirnar á Seyðisfirði passa inn í þessa mynd“
Skriðuföll og flóð líklegri í hlýrri heimi
Aftur á móti hafi það verið ljóst lengi, og bent á það í skýrslum vísindanefndar um loftslagsmál, að úrkomuákefð muni vaxa í hlýrri heimi. Atburðir á borð við skriðuföll og flóð verði því líklegri með tímanum og geti orðið stærri. Halldór segir að hamfarirnar á Seyðisfirði passi inn í þessa mynd, en það sé ekki hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar hafi orsakað þær.
Í skýrslu Vísindanefndar frá árinu 2018 um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi kemur fram að líklega eigi loftslagsbreytingar eftir að leiða til aukinnar úrkomuákefðar hér. Í ljósi þess þurfi að kanna hvort ástæða til þess að uppfæra hönnunarstaðla fyrir fráveitumannvirki. Í skýrslunni kemur einnig fram að aurskriður geti orðið tíðari vegna loftslagsbreytinga, bæði vegna þess að það rigni meira í einu, en líka vegna þess að sífreri í háfjöllum hefur verið á undanhaldi og bráðnun hans getur gert efstu fjallshlíðar óstöðugar tímabundið. Í skýrslunni segir að þörf sé á átaki í því að kortleggja sífrerasvæði í fjalllendi til að hægt sé að kanna hvort skriðuhætta í byggð aukist með hlýnandi veðurfari. Á móti kemur að hlýnun er talin munu draga úr líkum á snjóflóðum.