
„Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið“
„Og svo er hlutfall úr einkenna-sýnatöku að hækka, það var komið langt undir eitt prósent en er núna milli eitt og tvö prósent. Þannig að það eru vísbendingar um að þetta sé að uppleið.“
Þórólfur segir hins vegar að flestir sem hafi greinst utan sóttkvíar hafi tengsl við aðra smitaða en ekki náðst á sínum tíma. „Þannig að það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta gæti verið á uppleið og það er bara miður ef svo er.“
Smitin tengjast sem fyrr hópmyndun, vinir að hittast og partýstand. „Og svo því miður erum við enn að sjá fólk með einkenni sem er ekki að fara í sýnatöku eða halda sig til hlés og smita þannig aðra.“ Enn og aftur þurfi því að ítreka að ef fólk finni fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku.
Þórólfur segir augljóst að fólk sé mikið á ferðinni út um allt og það auki líkur á útsetningu á smiti. „Það eru flestir sem fara eftir leiðbeiningum þá er alltaf einhver sem gerir það ekki og heldur þessu gangandi þannig.“