Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vetrarfærð víða og snjóflóðahætta á Vestfjörðum

20.12.2020 - 08:07
Mynd með færslu
Óveður á Holtavörðuheiði. Mynd úr safni. Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Vetrarfærð er nú í flestum landshlutum og reikna má með erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í dag. Veðurstofa Íslands varar við mögulegri snjóflóðahættu á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og þar hefur óvissustig verið í gildi síðan klukkan hálf sjö í morgun. Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og í Ljósavatnsskarði er óvissustig vegna snjóflóðahættu.

Vegurinn um Klettsháls er ófær og beðið er með mokstur þarvegna slæms veðurs og Fróðárheiði er einnig ófær, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Þá eru hálkublettir á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum og einnig á nokkrum leiðum á Suðurnesjum.