Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kærur og dramatík í úrslitum á EM í fimleikum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Kærur og dramatík í úrslitum á EM í fimleikum

20.12.2020 - 15:52
EM í fimleikum hélt áfram í dag þegar úrslitakeppni á einstökum áhöldum í kvennaflokki fór fram. Hörð keppni fór fram á mörgum áhöldum, sigurvegari dagsins verður þó að teljast Larisa Iordache, frá Rúmeníu, sem hlaut tvenn gullverðlaun í dag og er í öðru sæti yfir þá keppendur sem hafa hlotið flest verðlaun á Evrópumótum.

Á stökki var hörð keppni, Sofia Kovacs frá Ungverjalandi sigraði, með tveim glæsilegum stökkum og loka einkunn hennar var 14.050 stig. Hún var í  harðri baráttu við Larisu Iordache frá Rúmeníu sem hlaut 13.875 stig og Anastasiu Motak frá Ukraínu með 13.850 stig. 

Sofía Kovacs sigraði einnig með frábærum æfingum á tvíslánni og hlaut 13.850 stig, önnur varð landa hennar Zoja Szekely með 13.550 stig og þriðja Barbora Mokosova Slóvakíu með 13.300 stig.

Á jafnvægisslánni var komið að fimleikadrottningu Rúmena Larisa Iordache með frábæra einkunn 14.00 stig og önnur varð landa hennar Sliviana Sfiringu með 13.800 stig og þriðja Anastasia Motaka Úkarínu með 13.100 stig

Í gólfæfingu varð hörð og dramatísk keppni þar sem Larisa Iordache sigraði að lokum með 13.450 stig. Goksu Uctas Sanli frá Tyrklandi varð önnur með 13.100 stig, þær kærðu báðar upphafseinkunnir sínar eftir æfingarnar, fyrst Goksu sem tók þá forystu en það gerði Larisa og þjálfarar hennar einnig enda hennar upphafseinkunn mun lægri en vanalega og úrskurður á þeirri kæru leiddi til þess að Iordache tók með réttu gullið og Evrópumeistaratitil á gólfinu. Í þriðja sæti varð Lihie Raz frá Ísrael.