Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Grímulaus veittist að afgreiðslumanni í verslun

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Síðdegis í gær réðist viðskiptavinur að starfsmanni verslunar í Breiðholti, sem hafði farið fram á að hann bæri grímu innandyra. Í dagbók lögreglu kemur fram að starfsmaðurinn meiddist ekki alvarlega. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður með morgninum,

Lögregla sinnti í gær frekar eftirliti með sóttvörnum á veitingastöðum og í verslunum þar sem allt reyndist vera með nokkuð góðu móti. Kvöldið og nóttin voru annars róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í dagbók hennar.

.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV