Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.