Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a

Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.

Nokkuð annasamt var hjá slökkviliðinu í nótt sem þurfti að fara í nokkur útköll. Meðal þess sem slökkviliðið var umferðarslys á svokallaðri flóttamannaleið við Hafnarfjörð þar sem bíll valt. Stúlka var flutt á slysadeild með lítilsháttar meiðsl. Tveir eldar sem kviknuðu vegna matargerðar voru slökktir í heimahúsum í gærkvöldi auk þess sem slökkviliðið kom í veg fyrir vatnsleka.

Fréttin var uppfærð kl. 6:50.

Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV