Hann segir að nokkuð stór skriða hafi fallið ofan Búðarár og ofan í fossinn við Búðará.
„Sárið er líklega um 150 - 200 metra breitt uppi við upptökin en breiðir úr sér þegar kemur að byggð. Þetta virðist hafa farið í þremur stórum spýjum niður,“ sagði Jens.
Hann sagði að ein þeirra hefði farið niður í fossinn og önnur við húsið Múla, en þar var tvílyft hús sem er alveg ónýtt og flóðið tók. „Þar fyrir utan hafa gömul og sögufræg hús farið. Ágætlega stór vélsmiðja sem var fyrir utan Sæból er farin og minni hús ýmist farin eða skemmd,“ sagði Jens.