Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Í tilkynningi frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð í tengslum við málið. Rannsókn hafi miðað vel og er hún á lokastigi.

Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir hinum handtekna.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir