Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Fjórir ákærðir vegna árásar með kjötexi

19.12.2020 - 02:55
epa08640729 A woman looks at a paintings depicting Charlie Hebdo's killed cartoonists by French street artist Christian Guemy, outside the satirical 
newspaper Charlie Hebdo's former office, in Paris, France, 02 September 2020. The Charlie Hebdo terror attack trial will be held from 02 September to 10 November 2020. The Charlie Hebdo terrorist attacks in Paris happened on 07 January 2015, with the storming of armed Islamist extremists of the satirical newspaper, starting three days of terror in the French capital.  EPA-EFE/Mohammed Badra
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregluyfirvöld í Frakklandi hafa fjóra Pakistani í haldi grunaða um aðild að árás skammt frá skrifstofum skoptímaritsins Charlie Hebdo í september. Landi þeirra réðist þá á fólk með kjötexi, að eigin sögn vegna endurbirtingar umdeildra skopmynda tímaritsins. Tvennt særðist í árásinni.

Mennirnir voru handteknir víðsvegar um Frakkland í vikunni og þeim var þegar birt ákæra. AFP fréttastofan hefur eftir heimildarmanni að mennirnir, sem eru á aldrinum 17 til 21 árs, hafi verið í kynnum við árásarmanninn og deilt lífskoðunum hans.

Einn þeirra er sagður hafa lýst hatri sínu á Frakklandi nokkrum dögum fyrir árásina. Annar heimildamaður segir mennina hafa vitað af fyrirætlunum árásarmannsins og hvatt til þeirra. Árásarmaðurinn, hinn 25 ára Zaheer Hassan Mahmoud, hefur verið í haldi frá því að árásin var gerð.

Ríkisstjórn Emmanuels Macron hefur sett lög sem ætlað er að taka á starfsemi róttækra islamista í landinu. Sú ákrvörðun hefur kveikt reiði og öldu mótmæla í nokkrum löndum múslima.