Fjöldi kórónuveirusmita fór yfir hálfa milljón í Kanada í dag samkvæmt opinberum tölum. Tilfellum hefur fjölgað um 25% á tveimur vikum en alls hafa ríflega 14 þúsund látist af völdum COVID-19 í landinu. Kanadamenn telja um 38 milljónir.
Til samanburðar má geta þess að frá því að fyrstu þrjá mánuðina frá því að faraldurinn skall á sýktust 100 þúsund manns. Yfirvöld í Ontario-fylki fyrirskipuðu nú um helgina að yfirstandandi harðar samkomutakmarkanir yrði framlengt til 4. janúar.
Þær eiga við um stærstan hluta fylkisins að höfuðborginni Toronto meðtalinni og hafa nú staðið í næstum mánuð. Teresa Tam landlæknir fylkisins varar við hættunni af útbreiðslu faraldursins nú. Fólk á öllum aldri geti veikst enda smithættan mikil.