Unicef tilkynnti í gær að veitt verði ein milljón punda, sem jafngildir um 173 milljónum íslenskra króna, til hjálparsamtaka þar í landi. Bæði á að nýta fjármunina til að gefa fjölskyldum mat og eins til að gefa börnum morgunverð á meðan þau eru í jólafríi í ár og í vetrarfríi i febrúar. Unicef telur að hjá tuttugu prósentum barnafjölskyldna í Bretlandi sé staðan sú að börn fái ekki nóg að borða.
Börnin sem njóta góðs af gleðjast líklega yfir þessi ákvörðun Unicef, en það sama er ekki að segja um alla. Jacob Rees-Mogg, leiðtogi neðri málstofu Breska þingsins, var gagnrýninn í garð Unicef í Bretlandi í gær og sagði að með þessu væri landsdeildin að skipta sér af stjórnmálum í landinu og að þetta væri hneyksli. „Hlutverk Unicef ætti að vera að huga að fólki í fátækustu ríkjum heims, þar sem fólk sveltur, þar sem hugursneyð ríkir og það eru borgarastyrjaldir,“ sagði Rees-Mogg.