Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Réttað yfir tyrkneskum stjórnarandstöðuleiðtoga

epa08522686 A woman wearing a hijab takes pictures in front of the Hagia Sophia Museum in Istanbul, Turkey, 02 July 2020. According to media reports, a Turkish court delayed the decision on whether the 1,500-year-old Unesco World Heritage site Hagia Sophia can be converted into a mosque, as Turkey's President Erdogan called for.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tyrkneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala kemur fyrir rétt í Istanbúl í dag. Mannréttindasamtök segja ákærur á hendur honum vera hluta af tilraunum Receps Tayyip Erdogan forseta til að þagga niður andóf í landinu.

Kavala, sem er 63 ára, hefur setið í fangelsi í yfir þrjú ár án þess að hafa hlotið dóm en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur krafist þess að hann verði látinn laus.

Stjórnarskrárdómstóll í Tyrklandi veltir nú fyrir sér lögmæti fangelsunar hans. Tyrkneski mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak segir að það kæmi sér á óvart ef dómstóllinn ákveddi að láta Kavala lausan.

Hann var sýknaður í febrúar af ásökunum að hafa skipulagt mótmæli gegn Erdogan árið 2013 en var handtekinn að nýju áður en hann gat yfirgefið réttarsalinn.

Þá var hann sakaður um njósnir og þátttöku í valdaránstilraun árið 2016. Verði Kavala dæmdur sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að  lífstíðarfangelsi.