Áhöfn á varðskipinu Tý hefur verið kölluð út til að vera til taks á Seyðisfirði. Skipið leggur af stað frá Reykjavík á næstu klukkustund.
„Nú er verið að kanna stöðuna og tryggja að það sé í lagi með allt fólk og leita að fólki á svæðinu og kanna hvernig hægt er að bregðast við. Það er auðvitað mikil vinna að rýma heilt bæjarfélag en það eru allir boðnir og búnir á svæðinu. Það gengur vel að finna fólkinu pláss á Egilsstöðum og í nágrenni og það er unnið að því hörðum höndum næstu klukkutímana. Svo þarf að tryggja að ekki skapist meiri hætta í þessu veðri sem ekkert lát er á,“ segir Áslaug.