Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hertar aðgerðir í Sydney

18.12.2020 - 06:15
Mynd með færslu
 Mynd: Borgþór Arngrímsson - RÚV
Hundruðum þúsunda íbúa Sydney-borgar í Ástralíu er fyrirskipað að halda sig heima í dag og næstu þrjá daga eftir að klasasmit COVID-19 fór úr böndum í borginni.

Undanfarna mánuði hefur tekist að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar og því verið slakað verulega á samskiptareglum í borginni. Nú sjá yfirvöld sig knúin að bregðast við svo hægt verði stöðva frekari útbreiðslu. Takist það ekki gæti þurft að grípa til enn harðari aðgerða.

Gladys Berejiklian, ríkisstjóri Nýju Suður Wales, segir í samtali við fjölmiðla að með því að bregðast við af alefli strax aukist líkurnar á að íbúar borgarinnar geti haldið gleðileg jól. Hún hvetur alla íbúa svæðisins, um fimm milljónir, að hafa varann á. 

Alls hafa ríflega 28 þúsund greinst með COVID-19 í Ástralíu og 908 látist af völdum sjúkdómsins. Ástralir telja um 25 milljónir.