Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Útlit fyrir að bóluefni Moderna verði leyft

17.12.2020 - 23:55
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Sérstök ráðgjafanefnd mælir með því við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að neyðarleyfi verði gefið út til notkunar bóluefnis Moderna gegn COVID-19. Búist er við að lyfjaeftirlitið gefi leyfi sitt á morgun, föstudag.

Bóluefni Moderna yrði þá annað efnið til að fá staðfestingu í Bandaríkjunum á eftir bóluefni Pfizer/BioNTech. Vonir standa til að smám saman muni hægja á útbreiðslu faraldursins vestra eftir því sem fleiri verða bólusettir.

Þar í landi hafa yfir 300 þúsund látist af völdum sjúkdómsins og yfir 17 milljónir sýkst. Þegar eru tilbúnar sex milljónir skammta af bóluefni Moderna sem geta farið í dreifingu um leið og leyfi hefur verið veitt.