Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu

Mynd með færslu
 Mynd: Thomas Brown - Flickr: Paddy Frog (Fejervarya l
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.

Ítarlega er fjallað um rannsóknina á vef umhverfisverndarsamtakanna Conservation International. Þar kemur fram að eitt þeirra dýra sem fannst er agnarlítið froskdýr, aðeins tíu millimetra langt. Það verður þar með eitt hið smæsta sinnar tegundar í veröldinni.

Dýrin lifa í mosabreiðum í dimmum skógum og því segja vísindamennirnir að erfitt hafi verið að finna þau. Auk áðurgreinds froskdýrs uppgötvaðist náskyldur ættingi þess sem talinn var útdauður auk fjögurrar nýrra tegunda fiðrilda.