Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Latibær á meðal 20 bestu sjónvarpsþátta allra tíma

Mynd með færslu
 Mynd: - - Nickelodeon

Latibær á meðal 20 bestu sjónvarpsþátta allra tíma

17.12.2020 - 14:12

Höfundar

Þátturinn Draumalið Glanna glæps, í barnasjónvarpsþáttaröðinni Latabæ, er á meðal bestu stöku sjónvarpsþátta allra tíma í samantekt tímaritsins Newsweek.

Á vef Newsweek var á dögunum birtur listi yfir 100 bestu stöku sjónvarpsþætti allra tíma. Í 20. sæti er þátturinn Draumalið Glanna glæps, eða Robbie's Dream Team. Þátturinn var sá næstsíðasti sem sýndur var í Latabæ, barnasjónvarpsþáttaröð Magnúsar Schevings. Stefán Karl Stefánsson heitinn fór þar eftirminnilega með hlutverk Glanna glæps.

Í umfjöllun Newsweek um þáttinn segir að þar hafi lagið We Are Number One hljómað, sem síðar varð geysivinsælt á netinu og gat af sér fjölda skopstælinga og myndskilaboða (eða „meme“).  Í þættinum reynir Glanni glæpur að koma íþróttaálfinum fyrir kattarnef með hjálp þriggja klóna. Þess má geta að Björn Thors, Snorri Engilbertsson og Bergur Þór Ingólfsson fóru með hlutverk klónanna.

Listi Newsweek byggist á gögnum sem sótt eru í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagrunninn IMDb og styðst hann við þætti sem yfir 5000 notendur vefsins hafa gefið einkunn.

Listann má sjá á vef Newsweek.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Ævintýrið hófst þegar Magnús Scheving þurfti jakkaföt

Menningarefni

Ösku Stefáns Karls dreift í hafið

Menningarefni

Klukknahljómur til minningar um Stefán Karl

Leiklist

Fannst hann eiga það skilið að verða leikari