Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ísland fær að minnsta kosti þrjár tegundir af bóluefni

Mynd með færslu
 Mynd: Frauke Riether - Pixabay
Þegar er búið að tryggja Íslendingum hátt í 400 þúsund skammta af bóluefnum frá Astra Zeneca, Pfizer og áætlað er að skrifa undir samning við Janssen í síðasta lagi á Þorláksmessu. Samtals væri þá búið að tryggja 700 þúsund skammta sem ættu að duga til að bólusetja nær alla íbúa landsins.

Íslandi bjóðast sex tegundir bóluefna gegn Covid-19 á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Þetta kemur fram í yfirliti heilbrigðisráðuneytisins yfir stöðu samninga um bóluefni vegna veirunnar. 

Bóluefnið frá Pfizer á að berast í lok árs, gert er ráð fyrir því að bóluefnið frá Astra Zeneca berist á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020, en ekki er von á efninu frá Jannssen fyrr en næsta haust. 
 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV