Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ferðamenn sagðir velkomnir til Tenerife

17.12.2020 - 12:15
h10 costa adeje palace hótel tenerife þar sem covid-19 veiran greindist í febrúar 2020
 Mynd: Kayjak - Kayak
Svo virðist sem hertar sóttvarnaaðgerðir á Tenerife hafi ekki áhrif á komur ferðamanna til landsins. Rúmlega 230 Íslendingar eiga bókað far með ferðaskrifstofunni Vita til Tenerife á þriðjudag í næstu viku. 

 

Ferðamenn velkomnir

Á vef blaðsins Canarian Weekly, kemur fram að ferðamenn sé velkomnir, að því gefnu að þeir eigi bókaða gistingu á eynni og geti framvísað neikvæðu Covid-prófi

Smitum hefur undanfarið fjölgað á Kanaríeyjum. Í gær kynntu stjórnvöld á Tenerife hertar sóttvarnaraðgerðir, frá miðnætti annað kvöld og næstu fimmtán daga verði fólki einungis heimilt að koma þangað eða fara þaðan með sérstökum undanþágum. Aðgerðirnar gilda yfir bæði jól og áramót.

Farþegar upplýstir þegar málin skýrast

Rúmlega 230 Íslendingar eiga bókað far með ferðaskrifstofunni Vita til Tenerife á þriðjudag í næstu viku. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði í samtali við fréttastofu á morgun að ekki lægi algerlega fyrir hvaða þýðingu aðgerðirnar hefðu, upplýsingarnar væru misvísandi. Farþegar yrðu upplýstir um leið og málið skýrðist. Ekki náðist í Þráinn nú rétt fyrir fréttir. 

Það er ekki útilokað að Íslendingarnir 230 sem hugðust verja jólunum í sólinni komist út en það er ljóst að á Tenerife þyrftu þeir að sætta sig við harðari reglur en hér heima, útgöngubann gildir eftir tíu á kvöldin og einungis 6 mega koma saman. 
 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV