Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ætla að endurskoða tollasamning við ESB

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Verulegt ójafnvægi ríkir í tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins um landbúnaðarvörur. Þetta er niðurstaða úttektar utanríksráðuneytisins og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis á því hvort samningurinn þjóni hagsmunum Íslands. Nýting íslenskra útflytjenda á kvótum til ESB sé í flestum tilfellum lítil eða engin á meðan tollkvótar til innflutnings frá ESB hafi nær allir verið fullnýttir og umtalsvert magn flutt inn utan kvóta. 

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi í ljósi þessarar niðurstöðu óskað eftir því að samningurinn verði endurskoðaður, forsendur hafi breyst og ójafnvægi ríki á milli samningsaðila, íslenskum útflytjendum í óhag. Úttektin var unnin í samráði við hagsmunaðila, forsvarsmenn bænda og afurðastöðva, verslunar og þjónustu, verkalýðshreyfinguna og samtök neytenda.
Evrópusambandinu hefur verið tilkynnt um ákvörðun stjórnvalda og allt kapp lagt á að hefja og ljúka viðræðum eins fljótt og kostur er. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV