Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vilja afgreiða lög um fæðingarorlof fyrir jólin

16.12.2020 - 11:50
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Fundur var í velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fjalla um frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof en stefnt er að því að afgreiða það fyrir jól. Ekki náðist niðurstaða á fundinum og hefur verið boðað til nýs fundar síðar í dag.

Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og talsmaður nefndarinnar í málinu  sagði að verið væri að reyna að lenda málinu í eins mikilli sátt og mögulegt sé.

Þannig hafa þingmenn stjórnarflokkanna haft uppi ólík sjónarmið um hvernig fæðingarorlofinu sé skipt en samkvæmt frumvarpinu er orlofið lengt í 12 mánuði og einn mánuður er til skiptana milli foreldra. Önnur sjónarmið eins og til dæmis Vilhjálmur Árnason hefur lagt til er að fjórir mánuðir falli í hlut hvors foreldris og svo séu fjórir til skiptana og munu vera töluverð átök uppi um hver lendingin verði.