Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.

Tilkynningar um skjálftann hafa borist úr Grindavík, Njarðvík og víðar að nærri upptökum hans auk einnar úr Reykjavík.

Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekki hafa borist fréttir af tjóni af völdum skjálftans.

Fréttin var uppfærð kl. 5:35.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV