Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Grafalvarlegt ástand í Kaliforníu

FILE - In this Nov. 19, 2020, file photo, Dr. Rafik Abdou checks on a COVID-19 patient at Providence Holy Cross Medical Center in the Mission Hills section of Los Angeles. The raging coronavirus pandemic has prompted Los Angeles County to impose a lockdown to prevent the caseload from spiraling into a hospital crisis but the order stops short of a full business shutdown that could cripple the holiday sale season. (AP Photo/Jae C. Hong, File)
 Mynd: AP
Aðeins 100 rúm eru laus á bráðadeildum sjúkrahúsa á Los Angeles svæðinu í Kaliforníu, þar sem búa tíu milljónir manna. Í Ventura og Riverside-sýslum er ástandið ekki síður slæmt enda nánast öll rúm á bráðadeildum þar upptekin.

Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út viðvörun vegna ástandsins enda getur hætta skapast á fjölgun dauðsfalla þegar sérhæft starfslið og aðstöðu skortir. 

Barbara Ferrer sem fer fyrir lýðheilsumálum í Los Angeles-sýslu kveðst mjög áhyggjufull því heilbrigðisstarfsfólk sé orðið dauðþreytt. Algengur misskilningur sé að nóg sé að bæta við sjúkrarúmum en vitaskuld þurfi hæft starfsfólk til að sinna hverjum og einum sjúklingi. 

Sex sinnum fleiri þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda nú en var um miðjan október og vitað er að sjúklingar hafa þurft að bíða í allt að fimm klukkustundir eftir flutningi á sjúkrahús.

Ekki er talið að bólusetning, sem hófst á mánudag, geti stöðvað þá gríðarlegu bylgju faraldursins sem nú fer um Kaliforníu. Jafnframt er óttast að fleiri eigi eftir að veikjast og deyja þar sem mikið er um hvers kyns samkomur, þótt slíkt sé tæknilega bannað í ríkinu.

Yfir 21 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Kaliforníu og yfir ein og hálf milljón sýkst.