Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley um miðnæturbil á sunnudag. Allt að 200 metra háir hraunstrókar og rauðglóandi hraunelfur sem streymdu niður hlíðar fjallsins lýstu upp nóttina fram á morgun. Þá fór heldur að draga úr eldvirkninni sem þó er ekki lokið.