Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Helmingi færri skammtar frá Pfizer en til stóð

epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Áætlun Pfizer um afhendingu bóluefna hingað til lands um áramótin hefur raskast og ljóst að færri skammtar koma hingað en samningar gerðu ráð fyrir. Miðað var við að Ísland fengi þá rúmlega 21.000 skammta en þeir verða um 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Nánari upplýsingar um afhendingu bóluefnis Pfizer á fyrsta ársfjórðungi næsta árs ættu að liggja fyrir á næstu dögum samkvæmt tilkynningunni.

Auk samnings við Pfizer hefur Ísland lokið samningi við bóluefnaframleiðandann Astra Zeneca og samningsgerð við Janssen er á lokastigi. Samtals tryggja samningar við þessa framleiðendur auk Pfizer bóluefni fyrir 281.000 einstaklinga. Samningsgerð er einnig hafin við lyfjaframleiðandann Moderna.