Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leyniþjónustan eitraði fyrir Navalny

14.12.2020 - 14:34
epa08652578 (FILE) - Alexei Navalny, Russian liberal opposition leader and a head of an anti-corruption foundation works in his office during president elections, Russia, 18 March 2018 (reissued 07 September 2020). The Charite hospital in Berlin on 07 September 2020 announced that Navalny was out of an induced coma. Navalny is treated at the Charite hospital in Berlin since 22 August 2020 for being poisoned with a nerve agent from the Novichok group. He was first placed in an hospital in Omsk, Russia, after he felt bad on board of a plane on his way from Tomsk to Moscow. The flight was interrupted and after landing in Omsk Navalny was delivered to hospital with a suspicion on a toxic poisoning.  EPA-EFE/YEVGENY FELDMAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússneska leyniþjónustan FSB eitraði fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny að því er fram kemur á vefsíðunni Bellingcat, þar sem birtar eru niðurstöður rannsóknarblaðamanna. Samkvæmt rannsókn Bellingcat fylgdu útsendarar leyniþjónustunnar Navalny eftir á meir en 30 ferðalögum í þrjú ár áður en látið var til skarar skríða í Tomsk í Síberíu í ágúst. 

Rússnesk stjórnvöld neita

Rússnesk stjórnvöld hafa ætíð neitað að hafa látið eitra fyrir Navalny en samkvæmt rannsókn Bellingcat hófu leyniþjónustumenn að fylgja honum eftir þegar hann hafði lýst yfir að hann ætlaði sér í framboð gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Veiktist í flugi

Navalny, sem er einn helsti andstæðingur Pútíns, veiktist alvarlega í flugi á leið frá Tomsk. Flugmennirnir lentu á í borginni Omsk, þar sem Navalnu var lagður inn á gjörgæsludeild. Hann var síðar var fluttur á Charité-sjúkrahúsið í Berlín þar sem læknar sögðu að honum hefði verið byrlað eitrið novichok. Það er sama eitrið og rússneskir útsendarar notuðu þegar þeir reyndu að ráða leyniþjónustumanninn Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans af dögum í Salisbury í Englandi. Þar er talið að GRU, leyniþjónustan rússneska hersins, hafi verið að verki.